Tag Archives: Björg

Gangnadagur

Víknagöngur á þessu hausti verða áreiðanlega lengi í minnum hafðar – þökk sé blíðviðri og velgengni. Gott var í sjóinn þannig að hægt var að flytja gangnamenn á bát út í Rauðuvík sem sparaði þeim dýrmætan tíma og orku. Síðan var hægt að leiðbeina frá bátnum hvar kindur væru og reka upp úr víkum sem [...]

Gönguferð í skógræktinni

Gönguferð í skógræktargirðingunni á Björgum er alltaf ánægjuleg sama hvernig viðrar eða hvaða árstími er. Hávaxin tré af ýmsum gerðum gefa gott skjól fyrir norðanáttinni og því virðist oft vera logn í trjálundunum þótt vindur blási fyrir utan. Elstu trén voru gróðursett fyrir 50-60 árum og eru því mörg orðin býsna hávaxin.       [...]

Í Bjargakrók

Stöðugar breytingar eru á aðstæðum í Bjargakrók. Skjálfandafljótsós heldur áfram að færast nær fjallinu og sandeyrar myndast hér og þar m.a. er löng sandeyri til norðurs frá enda Rófutagls og önnur mun minni til suðurs. Mikil sandeyri er nú frá klettunum út undir flös þannig að hægt er að ganga frá gatinu töluverðan spöl til [...]