Gisting

Á Björgum var um árabil boðið upp á gistingu og veitingar, en þeirri starfssemi lauk fyrir nokkrum árum en enn er tekið á móti ísklifrurum í gistingu þegar aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar í síma 867 1105

 

Að Björgum er boðið upp á gistingu  í 4 herbergjum í heimilislegri og rúmgóðri íbúð. Baðherbergi og gott alrými er sameiginlegt.  Öll herbergin eru með stórkostlegu útsýni yfir Skjálfandaflóann, Lónaland, Kinnarfjöll  svo ekki sé minnst á miðnætursólina sem er ómetanleg.

Bærinn Björg er í rólegu umhverfi en stórbrotin náttúra bæjarins er heillandi og gefur möguleika á gönguferðum, fuglaskoðun, selaskoðun og fjallgöngum.

Stutt er í helstu náttúruperlur Norðausturlands, s.s. Goðafoss, Mývatn og Ásbyrgi. Um 40 mínútna akstur er til Húsavíkur og um klukkustundar akstur til Akureyrar. Sjá kort hér

Morgunverður fylgir gistingunni. Hann er að að hætti Konnýjar húsfreyju og mun ekki valda neinum vonbrigðum. Gestir geta  keypt kvöldverð ef pantað er fyrirfram en einnig fengið aðgang að eldhúsaðstöðu.

Bóka má gistingu á bjorgum@bjorgum.is eða í símum 464 3737 eða 845 4800