Það er alltaf gaman þegar nýjar kýr koma í fjósið, undanfarið hafa 7 kvígur borið og 1 kýr. Fleiri burðir eru líka væntanlegir. Ungviðið er alltaf líka skemmtilegt, myndir af því berast vonandi síðar.
Archive | Björg & bú
RSS feed for this sectionLúpínan hopar
Greinilega má sjá að lúpínan er farin að hopa á vissum svæðum í bæjarfjallinu. Í stað kröftugrar lúpínu, sem sums staðar nær í mittishæð, vex nú gras og annar gróður. Þetta gefur von um að í stað gróðurlítilla mela, sem voru á þessu svæði áður en lúpínu var sáð, verði innan tíðar gróðurþekja með [...]
Dalasmölun
Farið var til fjalla síðustu daga ágústmánaðar til að hyggja að kindum í Kotadal, Austur- og Vesturdal. Í ljósi slæmrar veðurspár héldu 8 menn af stað miðvikudaginn 28. ágúst og smöluðu hæstu svæðin og komið var með dágóðan fjölda af kindum af fjalli. Gott veður var þennan dag og var hægt að njóta fallegs útsýnis [...]
Hrútar í sumarfríi
Góðir hrútar eru það sem mestu málir skiptir í sauðfjárrækt, þar sem þeir geta náð miklum ræktunarframförum á skemmri tíma en ærnar geta. Þeirra er þó ekki þörf nema einu sinni á ári, í skamman tíma. Þess á milli verða þeir oft hornreka í plásslitlum fjárhúsum eða almennt bara fyrir! Á sumrin fá þeir þó [...]
Ný og endurbætt heimasíða
Nú hefur verið opnuð ný og endurbætt heimasíða í stað þeirrar eldri sem var komin nokkuð til ára sinna. Aggi hjá Blokkinni á heiðurinn af útlitinu og yfirfærslu efnis. Nú hafa Jóna Björg og Sólveig Björg sett inn nokkuð af nýju efni. Þar má helst nefna uppfærða umfjöllun um búskap, nýjar myndir á myndasíðunni og [...]
Í Bjargakrók
Stöðugar breytingar eru á aðstæðum í Bjargakrók. Skjálfandafljótsós heldur áfram að færast nær fjallinu og sandeyrar myndast hér og þar m.a. er löng sandeyri til norðurs frá enda Rófutagls og önnur mun minni til suðurs. Mikil sandeyri er nú frá klettunum út undir flös þannig að hægt er að ganga frá gatinu töluverðan spöl til [...]
Dalalæða og sólarlag
Sérstök náttúrustemning tók á móti ættarmótsgestum þegar þeir mættu á staðinn á föstudagskvöldið. Dalalæða lagðist yfir og huldi tún og mýrar allt um kring og síðan bættust við sólseturslitir eins og þeir gerast bestir. Fleiri myndir frá þessu kvöldi má sjá hér
Ættarmót
Velheppnað og skemmtilegt ættarmót var haldið að Björgum helgina 26.-28. júlí. Þar hittust afkomendur Bjargar Sigurðardóttur og bræðranna Hlöðvers og Sigurbjörns Jónssona. Gestir voru um 75 þegar flest var og nutu þeir samverunnar, góða veðursins, veitinga, fróðleiks og skemmtunar eins og sjá má á myndum.
Morgunfegurð
Mikil og sérstök fegurð blasti við á suðurhimni í morgun. Ótrúlegt var að fylgjast með litadýrðinni! Fleiri myndir af þessari dýrð má sjá á Flickr-síðunni
Kallinn á Vargsnesi
Flottur kall sást á Vargsnesinu um jólin, brosandi út að eyrum. Stundum sást rjúka hjá honum, en hvað skyldi hann hafa verið að elda?