Archive | Björg & bú

RSS feed for this section

Ísfestival 2016

Fjölmennt ísklifurmót var haldið um helgina að Björgum; Ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins. Hátt í 40 manns sóttu mótið bæði innlendir og erlendir, nýgræðingar og þaulvanir. Afbragðs vetrarveður var þessa þrjá daga sem mótið stóð yfir, hægviðri og lítilsháttar frost, þó fremur þungskýjað nema á sunnudeginum. Nægur ís var og gátu allir fundið klifursvæði við hæfi. Nokkrar [...]

Gangnadagur

Víknagöngur á þessu hausti verða áreiðanlega lengi í minnum hafðar – þökk sé blíðviðri og velgengni. Gott var í sjóinn þannig að hægt var að flytja gangnamenn á bát út í Rauðuvík sem sparaði þeim dýrmætan tíma og orku. Síðan var hægt að leiðbeina frá bátnum hvar kindur væru og reka upp úr víkum sem [...]

Gönguferð í skógræktinni

Gönguferð í skógræktargirðingunni á Björgum er alltaf ánægjuleg sama hvernig viðrar eða hvaða árstími er. Hávaxin tré af ýmsum gerðum gefa gott skjól fyrir norðanáttinni og því virðist oft vera logn í trjálundunum þótt vindur blási fyrir utan. Elstu trén voru gróðursett fyrir 50-60 árum og eru því mörg orðin býsna hávaxin.       [...]

Jólatré

Í mörg ár hefur sú hefð verið á Björgum að allir færir fjölskyldumeðlimir fari í skógræktargirðingu Bjarga og sækja jólatré. Fyrst var girt í bæjarfjallinu í tengslum við átaksverkefni ungmennafélagsins í kringum 1950. Mörg trjánna eru orðin mjög stór og þörf er á að grisja svo að vel sé.  

Kornið

Korni hefur verið sáð í samstarfi við Gautlönd undanfarin ár. Almennt hefur ræktunin gengið vel en þó misvel eftir árum.  Í ár bar svo við að ekki var fært um kornakra fyrr en í seinni hluta maí mánaðar eftir harðan vetur. Þó var sáð í akrana 25. maí, en aldrei hafði verið sáð svo seint [...]