Fjölmennt ísklifurmót var haldið um helgina að Björgum; Ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins. Hátt í 40 manns sóttu mótið bæði innlendir og erlendir, nýgræðingar og þaulvanir. Afbragðs vetrarveður var þessa þrjá daga sem mótið stóð yfir, hægviðri og lítilsháttar frost, þó fremur þungskýjað nema á sunnudeginum. Nægur ís var og gátu allir fundið klifursvæði við hæfi. Nokkrar [...]
Archive | Björg & bú
RSS feed for this sectionFegurð á jólum
Fullt tungl lýsir upp fannhvíta jörð. Stjörnubjart – og norðurljósin sýna sig öðru hvoru. Svipmikið Ógöngufjallið fallega upplýst í tunglskininu. Er hægt að biðja um meira?
Úrhelli og skriðuföll
Í kjölfar úrhellisrigningar í lok ágúst urðu mikil skriðuföll úr Ögöngufjallinu bæði stórar og smáar skriður. Stærsta skriðan féll skammt norðan við Grjótbrúna á svæði þar sem oft hafa fallið skriður en þessi er langstærst. Talin vera um 4 metra há og 15-20 metra breið. Við fyrstu sýn virðist [...]
Gangnadagur
Víknagöngur á þessu hausti verða áreiðanlega lengi í minnum hafðar – þökk sé blíðviðri og velgengni. Gott var í sjóinn þannig að hægt var að flytja gangnamenn á bát út í Rauðuvík sem sparaði þeim dýrmætan tíma og orku. Síðan var hægt að leiðbeina frá bátnum hvar kindur væru og reka upp úr víkum sem [...]
Gönguferð í skógræktinni
Gönguferð í skógræktargirðingunni á Björgum er alltaf ánægjuleg sama hvernig viðrar eða hvaða árstími er. Hávaxin tré af ýmsum gerðum gefa gott skjól fyrir norðanáttinni og því virðist oft vera logn í trjálundunum þótt vindur blási fyrir utan. Elstu trén voru gróðursett fyrir 50-60 árum og eru því mörg orðin býsna hávaxin. [...]
Jólatré
Í mörg ár hefur sú hefð verið á Björgum að allir færir fjölskyldumeðlimir fari í skógræktargirðingu Bjarga og sækja jólatré. Fyrst var girt í bæjarfjallinu í tengslum við átaksverkefni ungmennafélagsins í kringum 1950. Mörg trjánna eru orðin mjög stór og þörf er á að grisja svo að vel sé.
Heyskapur 2014
Hér gefur að líta myndband sem var tekið í heyskapnum 2014. Arnór Orri tók upp á GoPro vél með þessum líka glæsilega árangri.
Rúningur haustið 2013
Það er alltaf töluvert verk að rýja sauðfé, þær taka rúningnum misvel, sumar berjast um á hæl og hnakka þó aðrar taki atlotunum vel. Rúningi lauk í dag 6. desember, Jóna Björg rúði að mestu en Hlöðver bóndi fékk þó aðeins að koma að verkinu líka. Þóra Magnea sá til þess að ullin væri söluhæf [...]
Kornið
Korni hefur verið sáð í samstarfi við Gautlönd undanfarin ár. Almennt hefur ræktunin gengið vel en þó misvel eftir árum. Í ár bar svo við að ekki var fært um kornakra fyrr en í seinni hluta maí mánaðar eftir harðan vetur. Þó var sáð í akrana 25. maí, en aldrei hafði verið sáð svo seint [...]
Berjasumarið 2013
Sumarið og haustið 2013 verður hér í minnum haft vegna óvenju mikillar berjasprettu, sérstaklega á aðalbláberjum. Mikið hefur verið tínt og borðað jafnóðum en einnig sultað, saftað og fryst til að gæða sér á í vetur. En nú eru sennilega að verða síðustu forvöð að ná sér í góð ber því að útlit er fyrir [...]