Ísfestival 2016
Fjölmennt ísklifurmót var haldið um helgina að Björgum; Ísklifurfestival Íslenska Alpaklúbbsins.
Hátt í 40 manns sóttu mótið bæði innlendir og erlendir, nýgræðingar og þaulvanir. Afbragðs vetrarveður var þessa þrjá daga sem mótið stóð yfir, hægviðri og lítilsháttar frost, þó fremur þungskýjað nema á sunnudeginum.
Nægur ís var og gátu allir fundið klifursvæði við hæfi. Nokkrar nýjar leiðir voru prófaðar og fengu sitt nafn. Sjá umfjöllun á heimasíðu Ísalp.
“Nokkur orð um ísklifur í Kaldakinn” má einnig lesa á heimasíðunni
Klifurfólkið fékk allt gistingu á Björgum og flestir voru einnig í mat. Sannaðist vel málshátturinn „Þröngt mega sáttir sitja“ því að þétt var skipað til borðs og í svefnpláss. En ekki var annað hægt að sjá en allir væru sáttir og ánægðir með móttökur heimafólks, viðurgjörning og aðstæður.
Fleiri myndir má sjá á FLICKR
SBH