Í boði að Björgum
Gisting

Ísklifur
Staðurinn nýtur vaxandi vinsælda meðal ísklifrara og orðinn nokkuð þekktur erlendis m.a. vegna þess hve sérstakt er að klífa ísfossa yfir sjó. Klifursvæðið er um 5 kílómetrar á lengd með 20-30 fjölbreyttum klifurstöðum. Ísfossarnir eru frá því að vera nokkrir metrar á hæð uppí 180 metrar. Svæðið þykir mjög heppilegt til ísklifurs enda nánast við bæjardyrnar á Björgum.
Björg og bú
Að Björgum er stunduð sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla auk þess sem nokkur hlunnindi eru nýtt, svo sem silungsveiði, æðarvarp og reki.
Mikil náttúrufegurð einkennir staðinn, bæði í næsta umhverfi og allt út í Náttfaravíkur.
Fjölskyldan á Björgum lifir í sátt við náttúruna, nýtir landsins gæði og stuðlar að betra umhverfi.